Erum hópur af kennurum í fjallamennsku og snjóflóðum sem viljum bjóða upp á öflug námskeið fyrir almenning með það að markmiði að gera fólk öruggara á fjöllum. Námskeiðin eru bæði sniðin að áhugafólki og þeim sem stefna á að leiðseigja hópum á fjöllum.
Illugi hefur starfað sem fjalla og skíðaleiðsögumaður síðan 2014. Hann er með bakgrunn úr björgunarsveitum og hefur kennt námskeið bæði fyrir björgunarsveitir, almenning og fagfólk. Illugi hefur meðal annars leiðsagt fjallaskíðaferðir á vestfjörðum. Hefur lokið fagnámskeiði í snjóflóðum hjá kanadísku snjóflóðasamtökunum CAA og er menntaður fjalla og jöklaleiðsögumaður innan félags fjallaleiðsögumanna AIMG.
Tómas hefur starfað við fjallaleiðsögn og kennslu í meira en áratug. Kenndi og tók þátt í að þróa fjallaleiðsögunámið hjá FAS. Útskrifaðist úr ævintýraleiðsögunámi hjá Thompson River University í Keili 2014. Hefur komið að kennslu fyrir leiðsöguskóla, björgunarsveitir, almenning og fagfólk. Er menntaður fjalla og jöklaleiðsögumaður innan félags fjallaleiðsögumanna AIMG. Hefur lokið fagnámskeiði í snjóflóðum hjá kanadísku snjóflóðasamtökunum CAA.
Menntaður bráðahjúkrunarfæðingur og sjúkraflutningamaður.